Ljóð.

 

Elskuleg vinkona

Elskuleg vinkona óskir þú færð

Að vegur þinn greiðfær æ verði

Nú líkur þú hluta en áfram þó rærð

Og vísdómar meiri þig herði

 

Þú sterk ert og karakter mikill í huga

Skoðanir fastar og ákveðni duga

Eld bæði og brennistein myndir þú vaða

Fyrir ástvini þína, svo ei nái skaða

 

Undir verndarvæng tekur þú málstaðinn mjúka

Ef hallar í sorgir, um kinnar vilt strjúka

Húmorinn léttur þó aldrei er fjarri

Grátur þá víkur fyrir gleðinnar garri

 

Hláturinn smitandi lífgar og kætir

Hvar er þú ferð, hvar er þú mætir

Sem klettur í lífinu gott til að leita

Umhyggju áttu svo gott með að veita

 

Hreinskilni í orðum aldrei þó særa

Virðing er borin fyrir vininum kæra

Kærleikur mikill og faðmlagið þétt

Þér leikur í höndum er þér svo létt

 

Til hamingju vinkona mikið mér kær

Sakna þín mun ég er ferð þú mér fjær

Hugur þó beri mitt faðmlag til þín

Umvefji ástúð þig vinkona mín

 

    Matthías Henriksen

5391


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Yndislegt.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.10.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband