Kæra vinkona.

Ég hef ekki getað hringt í þig í dag af því að maðurinn minn gleymdi að hlaða símann minn. Ég hef marg sagt það við hann að hann verði að hætt að gera allt mögulegt fyrir mig svo að ég verðu ekki algjör aumingi. Og þetta var, sjáðu til, dagurinn sem hann ákvað að ég gæti gert sjálf. Dagurinn sem ég fór með símann minn batterýislausan í vinnuna. Ég skil bara ekki svona. Einu sinni gerði ég allt sjálf eða næstum og svo kynntist ég honum og þá fór hann að gera allt fyrir mig og svo fór ég að skamman og hann hætti bara eins og hendi væri veifað að gera allt fyrir mig. Hvernig á maður að skilja þetta? Þó að ég sé að röfla eitthvað í luðruástandi er ekki þar með sagt að ég eigi að fara með óhlaðinn símann í burtu frá heimilinu. Hvað ef að ég þyrfti að fara á Feisúkk? Eða fara í Kandí-kröss? Ég gæti fengið í magann og setið óralengi á tojlettinu með öngvann síma til að stytta mér stundir. Kannski ég ..... Nei! Ég ætla ekki að hefna mín á honum. Þetta ástand gæti lauslega verið okkur báðum að kenna. Samt aðeins meira honum en mér. Hann giftist mér alveg sjálfviljugur og ætti að vita hvernig ég er.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband