Víkingar

     Ég er svöng og þreytt. Og svo er mér hræðilega kalt af því að allt er rennandi blautt. Það er ekkert til að borða. Ekkert nema sjór og veikt fólk og hvítfrussandi öldur. Kýrnar mjólka ekki og hænurnar eru hættar að verpa. Fullorðna fólkið er annað hvort veikt af sjóveiki eða bara af matar og vatnsskorti. Það er alltaf vont veður og sjórinn gengur yfir skipið okkar. Mamma er hætt að gráta. Hún grét hræðilega mikið fyrst eftir að Óli dó. Óli var litli bróðir minn. Hann bara dó. Vaknaði bara ekki þegar mamma ætlaði að gefa honum að borða. Pabbi grét ekki. Hann bara tók Óla litla og vafði hann í teppi og setti hann svo ofan í sjóinn. Systkini mín reyndu að hugga mömmu en hún var svo máttfarinn að hún sofnaði fljótt. Hún sofnaði grátandi og vaknaði svo grátandi. Ég held að pabbi sé búin að vaka síðan við lögðum af stað á skipinu. Vinnumennirnir eru þreyttir og svangir og vinnukonurnar hjúfra sig upp að hver annari og reyna að sofa. Við erum búin að vera á ferðinni í marga daga. Við hljótum að koma að landi bráðum. Það er ekkert nema sjór og aftur sjór. Og svo er búið að rigna alveg frá því að við  lögðum af stað frá Noregi. Við urðum að fara þaðan. Pabbi hefði sagt kónginum að hann væri harðstjóri. Kóngurinn ætlaði að láta hálshöggva hann. Þá ákvað mamma að flýja með allt sem við gátum komið í skip til Íslands. Pabbi á skipið og hann er búin að sigla á því um heimsins höf en ekki til Íslands samt. En það hefur aldrei verið svona vont veður áður segir hann. Ekki svona lengi að minnsta kosti. Ég vakna aftur og það er að koma dagur. Það eru allir sofandi nema pabbi og einn vinnumaðurinn sem eru að ausa bátinn hvor i kappi við annan. Það er hætt að rigna og það er betra í sjóinn. Fólkið virðist líka sofa núna ekki bara liggja og vola. Ég reyni að staulast til þeirra og klofa yfir hænsnabúrin og stíg svo upp á dótið sem var bundið saman í hrúgu í miðju skipinu. Þá sá ég það. Land! Ég öskraði og gargaði. Land, land land!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband