Kæri kalkúni.

Þú ert draumur sérhvers manns sem er ekki að flýta sér. Maður verður að vera skipulagður í kringum þig. Taka þig á réttum tíma úr frystinum en passa um leið að þú verðir ekki "fúll" . Nudda þig að utan sem innan með sítrónu og svo aftur með salti og pipar og sérvöldum kryddum. Og svo verður auðvitað fyllingin að vera bragðgóð og falleg. Ekki með of mikið af neinu og ekki of mikil. Löðra þarf þig í sméri og vefja þig svo inní stykki svo að þú verðir ekki að svertingja á "no time" og jafnvel þurr eins og pappír. Stinga þér svo í ofninn og passa uppá að hitinn sé passlegur. Soldið eins og að vera á sólarströndu. Man samt ekki eftir að hafa heyrt um að kalkúni hafi fengið sólsting í bakarofni. En ég man nú heldur ekki allt. Þegar hér er komið sögu í elduninni er gott að vera eitthvað svona að vappa í kringum þig. Vera ekkert að fara of langt frá þér svo að maður geti ausið þig með smérinu annað slagið. Maður þarf svo sem ekkert að  sitja og bíða fyrir framan ofninn. Svo þarf að sjóða innmatinn og hálsinn af þér í potti með sérvöldu kryddunum sem áður hafa verið rædd. Meðlætið stendur prútt og bíður eftir að röðin komi að því í bökuninni. En ég hef nú samt svona undirbúið meðlætið í potti áður til að stytta bökunartímann. Og þá er komið að sósunni. Hún má ekki vera of feit og ekki of mögur. Og alls ekki yfirgnæfa þig. Sósan verður að vera svona eins og góð tengdamamma... halda sig réttu megin við línuna. Og svo má hún heldur  ekki vera eins og hún hafi gleymst í ljósum... dökkbrún... Nei, nei... bara svona ýfið dekkri en kjötið sjálft. Þegar að eiginlegum eldunartíma er lokið ertu tekin út úr ofninum og látin standa og jafna þig á meðan meðlætið er svo hitað í ofninum. Þá ertu loksins settur á fat og sparisteikaráhöldin, þessi flugbeittu, tekin fram og þá er bara að segja "GJÖRIÐI SVO VEL".

 Kalkúnn

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband