Kæri sonur.

Í dag eru liðin 24 ár frá fæðingu þinni. Það var nú merkisdagur fyrir okkur bæði. Þú þráaðist við allan daginn en þegar klukkuna vantaði 8 mínútur í miðnætti varstu ofurliði borin af móður og læknum og ljósmæðrum. Já, engin má við margmenni. Eftir þessa fyrstu þolraun þína hefurðu marga fjöruna sopið og verið sjálfum þér til sóma. Ert og hefur ávallt verið hálfgert sparibarn. Alveg merkilega skapgóður og svo alveg sérlega fríður. Góður drengur í alla staði. Duglegur við það sem vekur áhuga þinn og klárar hlutina. Ert ekkert að byrja á mjög mörgu til þess eins að hætta því. Það telst til kosta. Straujar listavel og eldar enn betur, hvort sem er eftir uppskrift eða bara eftir mynd. . Varst með eindæmum fiktið barn en það læknaðist með tölvufikti. Ætlar þér eitthvað og trúir því 100%. En eitt get ég sagt þér og það er það að þú grenjaðir nánast aldrei. Ja, ekki nema þegar Skinkumyrjan kláraðist. Þá gastu sko grenjað. Guð minn góður ég hélt að þú værir stórslasaður. Og svo náttúrulega þegar þú gubbaðir á Steina greyið alsaklausan. Þá var ég nærri búin að hringja á sjúkrabíl. Vildi bara svona segja þér þetta með grenjið af því að ég veit að þú hefur haft miklar áhyggjur. Annars vona ég bara að þú eigir góðan dag og gott líf. Missir ekki sjónar á því sem er mikilvægt í lífinu og verðir ávallt þú sjálfur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laubba

Nei alveg rétt hann grenjaði sko mjög lítið eða allavegna það sem ég man. Hann var samt ekki hrifin af að láta taka sig úr lið greyið en þá gétum við nú bæði saman úff það var hrikalegt alveg.

Til hamingju með strákinn:-)

Laubba , 10.9.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband