26.8.2008 | 12:11
Kæra heillaráð.
Menn skyldu varast hvers þeir óska. Það gæti ræst.
Ljóð: Páll J. Árdal
Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,
Þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann,
En láttu það svona í veðrinu vaka
Þú vitir, að hann hafi unnið til saka.
En biðji þig einhver að sanna þá sök,
Þá segðu, að til séu nægileg rök,
En náungans bresti þú helzt viljir hylja,
Það hljóti hver sannkristinn maður að skilja.
Og gakktu nú svona frá manni til manns,
unz mannorð er drepið og virðingin hans.
Og hann er í lyginnar helgreipar seldur
og hrakinn og vinlaus í ógæfu felldur.
En þegar svo allir hann elta og smá,
með ánægju getur þú dregið þig frá,
og láttu þá helzt eins og verja hann viljir,
þótt vitir hans bresti og sökina skiljir.
Og segðu: ,,Hann brotlegur sannlega er,
en syndugir aumingja menn erum vér,
því umburðarlyndið við seka oss sæmir.
En sekt þessa vesalings faðirinn dæmir.
Svo leggðu með andakt að hjartanu hönd.
Með hangandi munnvikum varpaðu önd,
og skotraðu augum að upphimins ranni,
sem æskir þú vægðar þeim brotlega manni.
Já, hafir þú öll þessi happsælu ráð,
ég held þínum vilja, þú fáir þá náð
og maðurinn sýkn verði meiddur og smáður.
En máske, að þú hafir kunnað þau áður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2008 | 23:45
Kæru sultukrukkur.
Mikið lítið þið vel út. Eins og bjartur sólskinsdagur. Og þarna eru þið allar saman svo ótrúlega vinsamlegar við hverja aðra. Ykkur er alveg sama þó að ein sé með bitum og önnur einhvurnveginn öðruvísi á litin og ekki af sömu tegund. Standið þarna sællegar "hlið fyrir hlíð". Rétt eins og uppáklæddar dömur á dansleik að bíða eftir að vera blikkaðar í dansinn. Og Lerkisveppirnir vinir ykkar nýsteiktir og prúðir, bíðandi eins og vel þjálfaðir dátar í frystinum eftir útkallinu. Ekkert að óttast þið þurfið ekki að bíða lengi. Hils
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.7.2008 | 10:49
Kæra list.
Datt allt í einu í hug að list og list .. er barasta það sama nema séð með sitt hvoru auganu. Hils Lilla.
Stórval
Kjarval
Bloggar | Breytt 11.8.2008 kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.7.2008 | 11:36
Kæra helgi.
Bloggar | Breytt 13.7.2008 kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2008 | 10:59
Kæra afmæli.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.6.2008 | 00:06
Kæra hús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2008 | 00:24
Kæri garður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2008 | 12:54
Kæra Sushi.
Mikið finnst mér þú falleg. Og góð. Ég gæti alla daga verið að narta í þig og raða þér í mig þess á milli. Bara ef þú ert ekki öll löðrandi í Ál. Ég er ekki hrifin af ál, ekki einu sinni álpappír. Þoli ekki að bíta í hann, það ískrar í tönnunum á manni. En það er annað með Sushi. Það er þá sem maginn í mér, heilinn og sálin bindast ástar -og tryggðarböndum. Hoppa af gleði um allan líkamann á mér og toga sálina til himna. Ef ég mætti ráða þá væri Sushi í matinn alla daga, að minnsta kosti einu sinni á dag. Maki með geitaosti, Kóríanderblöðum, súrri papriku og Mangó er í algjöru uppáhaldi núna. og svo er líka Túnfiskur og lax og lúða og humar og rækjur. Grænmetis-Sushi og Surimi og Sashimi og öll gerð af Sushi og bara Japönskum mat er himnasæla. Já og svo náttúrulega hið margrómaða kjúklingasalt á Osushi með spínat-Noriblöðum, er algjör snild. En það sem er nú kannski skrítnast við þetta allt saman er, að ég borða ekki fisk. Nema þá bara í algjörri neyð. Og þá með rjóma. Eða bræddu margaríni. Eða með Engifer, Koríander og hvítlauk. Jæja, ég hef hætt að nenna að borða ekki fisk. Það er bara þetta með beinin sem fer alveg með mig. Ef ég fæ bein .... þá er aftur snúið með matinn sem ég hef sett ofan í mig.... En ég meina fiskur er hollur fyrir líkamann og líka fyrir sálina. Og svo hef ég einhverstaðar heyrt ( man ekki hvar ) að fiskur væri hollur fyrir minnið. Og það get ég svarið að ég ætl að muna allt með þér mín kærasta kæra Sushína og svoleiðis skal ég reyna allt sem ég get till að gleyma hvorki þér né Vasabíinu eða niðursoðna Engiferinu eða himneskri Japanskri sojasósunni. Nú eða USB-lyklinum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2008 | 12:51
Kæri langveiki-sjúklingur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2008 | 10:18
Kæri sjúklingur!!
Bloggar | Breytt 19.2.2008 kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)