Kæru þið.

Nú er ég bæði þung og þunglynd með misstór brjóst í þokkabót. Álagið á einni. Hvenær ætlið að heimsækja mig? Ætliði kannski bara að bíða þar til í jarðafarapartýinu? Ætliði að draga strá um Lilla? Eða ætliði að hafann til skiptis? Kannski ég fari að drekka á daginn. Sko áfengi. Vera heima, full og feit með misstór brjóst á teygðum bol með köttinn í taugabólgukasti sökum álags að þurfa að vaka svona á daginn. Hringjandi inn á útvarpsstöðvarnar ( sko ég,  ekki kötturinn )og kvartandi drafandi röddu yfir ástandinu á nágrönnunum. Ætti ég að horfa á Leiðarljós? eða Nágranna? Eða Ophru? Ég verð svo syfjuð af verkjapillum. Þarf að leggja mig á 3 tíma fresti. 2 tíma í senn. Hvernig ætli það sé að drekka oní pillur? Ég er að lesa glæpasögu ég man varla hver er hvað og hver er dauður og hver ekki og hvort að búið er að finna líkin. Allavegna þegar ég vakna þá kíki ég lauslega undir rúm. Bara til öryggis. Svo fletti ég 3 blaðsíður til baka. Svo held ég áfram að lesa. Þegar ég verð búin að lesa þessa bók.... þá verður rúv búin að gera þættina.

Cat-scared-of-fat-lady-sm

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð fáðu þér bara Sherry með morgunnkaffinu og ef það dugar ekki þá skaltu bara fá þér meira og líka með síðdegiskaffinu...Síðan skaltu njóta þess að fá að hvíla þig svona. 

kv. frænkurnar frá Akureyri

p.s. leiðinlegt að komast ekki til þín.

Drífa og Sigga (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband