Færsluflokkur: Bloggar

Kæra Ísland.

Hvernig líður þér? Finnst þér eins og þú sért sökkvandi fúadallur? Þú veist ég elska þig, ég sagði þér það einu sinni og skal láta þig vita ef það breytist. En sko það eru nokkrir hlutir hjá þér sem eru að pirra mig.

Það er t.d. veðrið. Þú ert þitt eigið land og getur bara vel ráðið þessu. Það liggur ekkert á að kaffæra allt í snjó. Það er alveg nóg að fá smá skot viku fyrir jól af þessu hvíta og hafa þá frost svo að það  haldist þannig fram yfir áramót. Ekki þetta óákveðna rigning-snjór-rokástand, nenni því ekki.

Svo er það þetta með stjórnina á landinu. Hvað er eiginlega í gangi? Þú lætur Bjaddna og Simma komast upp með að eyðileggja og skemma landið og landann. Skilurðu ekki að þeir eru að undirbúa að selja okkur hæstbjóðanda? Ekki það að hér verði, eftir einhver ár, eitthvað eftir til að selja. Þú veist að þú verður að grípa inn í hið fyrsta. Þeir geta þetta ekki, hafa ekki nógan hæfileika til að spila Matador-Ísland. Þeir skilja ekki að þeir eru að keyra þjóðina í þrot. Fólk á ekki fyrir mat og læknarnir eru á flótta úr landi, þessi fáu sem eftir eru. Viltu ekki bara senda eldgosið af stað? Við gætum þá bara skilið þig eftir aleitt og flutt til útlanda. Er það það sem þú vilt? Ekki það? Nei, ég hélt ekki. Taktu þig einhverju taki og reyndu að finna út úr þessu.

Hils Lilla.

 

 

 


Kæri frændi.

Af hverju fórstu ekki í stjórnmál? Ef að þú hefðir hunskast til að vera almennilega pólitískt þenkjandi þá væri ég í almennilegri stöðu í dag. Ekki lepjandi dauðann úr tómri skel með skeið. Þetta barasta nær ekki nokkurri átt. Það er ekki nokkurt vit í því að ég sé að puða við að halda fólki á lífi á meðan einhver vitleysingur er á hinum endanum að grafa undan mér, útdeilandi bakteríum. Andskotans vesen að mér skyldi hafa verið stolið af fæðingarheimilinu. Ég veit það að mér var ætlað að vaða í peningum en ekki skuldum. Þá nebblilega gæti ég nartað í Croissant á morgnana, humar í hádeginu  með organic mæjonesi og önd á kvöldin. Já og svo myndi ég hafa minn eigins kaffiþjón og hann væri alltaf með 70% organic súkkulaði með nibbum í vasanum handa mér ef ske kynni að ég fengi luðrukast. Einhversstaðar úti í heimi er tedrekkandi anorexíu sjúklingur, vaðandi í matarboðum upp fyrir samfallnar axlir að sakna þess að búa á Íslandi í kulda og trekk, étandi ekkert nema þvaðrið í helvítis pólitíkusunum.

Hils Lilla

ps. Það verður engin glaðleg mynd af því að Bjaddni og Simmi eru asnar.


Kæru hýru þið.

Ég styð ykkur heilshugar. Eða sko mér er bara alveg hjartanlega sama hvort að maður og kona eru gift, ekki gift eða ógift. Mér er meira að segja sama þó að menn búi saman, séu giftir saman eða séu ógiftir saman.  Mér finnst meira að segja mér ekki koma það við þó að einhverjir séu fleiri en tveir í sama hjónabandinu. Svo er mér líka sama þó að tvær konur búi saman, séu giftar hvor annarri eða bara trúlofaðar. Ég er líka alveg viss um að Guði, Jésússi og þeim öllum er líka alveg sama. En ég held að þröngsýnu óhamingjusömu fólki sé sko ekki sama. Ég bara nenni ekki að vera að skipta mér af því hvort fólk lifi kynlífi eða ekki. Ég væri meira til í að skipta mér af því hvað fólk hefði í matinn. Það væri miklu nær "jú sí". Ég nota nefnilega ekkert tækifæri ónotað til að narta í mat eða hugsa um mat. Stundum þá gúffa ég honum í mig. Eins og ef að það er sósa í boði, þá drekki ég matnum i henni. Sko ef það er ekki laukur í sósunni. Laukur er vondur og illa innrættur. Svo kemur líka svokölluð mötuneytislykt heima hjá manni þegar laukur er eldaður. Þannig að ég bara sleppi honum. Nema hvítlauk og graslauk og vorlauk. Það er annað.  

photo (52)

Annars byrjaði dagurinn í gær á því að ég skellti krossanti í ofninn. Samt langaði mig meira í Bríosbrauð. En það var ekki í boði.  Svo fór ég fljótlega að hugsa um hvað ætti að vera í kvöldmatinn. Eitthvað sem tæki ekki langan tíma vegna anna við dúfnakofann. Ég hringdi í ferðafélagana og bauð upp á að þau kæmu í heimsókn. Sérkennilegt sem það er ( djók) þá voru þau til í að koma í mat til okkar ef að þau mættu koma með forréttinn.  Ég var ekki svikin af þeim viðskiptum, skal ég segja ykkur. Humarinn smakkaðist dásamlega. 

photo (56)

 

 En áður að kom að því að borða humarinn þá varð auðvitað að leggja á borðið. Af því að við gátum ekki farið í gönguna þá var maturinn bara á vera hýru nótunum. Ég get svo svarið það að ég held að hann hafi verið það. Lifi byltingin og sólin. Lillaphoto_55_1210500.jpg

 

photo_57.jpg

 photo_58.jpg


Kæra vinkona.

Ég hef ekki getað hringt í þig í dag af því að maðurinn minn gleymdi að hlaða símann minn. Ég hef marg sagt það við hann að hann verði að hætt að gera allt mögulegt fyrir mig svo að ég verðu ekki algjör aumingi. Og þetta var, sjáðu til, dagurinn sem hann ákvað að ég gæti gert sjálf. Dagurinn sem ég fór með símann minn batterýislausan í vinnuna. Ég skil bara ekki svona. Einu sinni gerði ég allt sjálf eða næstum og svo kynntist ég honum og þá fór hann að gera allt fyrir mig og svo fór ég að skamman og hann hætti bara eins og hendi væri veifað að gera allt fyrir mig. Hvernig á maður að skilja þetta? Þó að ég sé að röfla eitthvað í luðruástandi er ekki þar með sagt að ég eigi að fara með óhlaðinn símann í burtu frá heimilinu. Hvað ef að ég þyrfti að fara á Feisúkk? Eða fara í Kandí-kröss? Ég gæti fengið í magann og setið óralengi á tojlettinu með öngvann síma til að stytta mér stundir. Kannski ég ..... Nei! Ég ætla ekki að hefna mín á honum. Þetta ástand gæti lauslega verið okkur báðum að kenna. Samt aðeins meira honum en mér. Hann giftist mér alveg sjálfviljugur og ætti að vita hvernig ég er.

Kæra sól.

cocoa-beach-florida-10Mikið er ég glöð að hitta þig loksins. Það er ekkert sem gleður mig jafn mikið og þú á góðum degi. Nema kannski barnabörnin. Þau eru nú eingetnir afkomendur sólarinnar sjálfrar. Það verð ég nú að játa. Kannski að ég fái að fara með barnabörnin fljótlega að hitta sólina sjálfa á spáni. Kynna þau fyrir tapasi og kremum. Af því að ég held að ég verði að löðra þau öll í vörnum. Ekki mega þau sólbrenna. Já og svo verð ég auðvitað að fara með þau í sjóinn. Kaupa helling af vindsængum og kútum og skóflum og svona strandardóti sem ég hef ekki keypt í 15 ár. Það eru ekki allir jafnhrifnir og ég af sandinum "jú sí". En sko ég ætla að gera barnabörnin að strandardýrkendum. Þannig að sjálfsagt er þá best að foreldrarnir fari í golf eða Moll á meðan börni fá sand á milli tánna.


Kæri Spánn.

Ég sakna þín alveg óendanlega mikið. Ég er öll að hvítna upp og flagna og þorna. Ég er eins og kaffiblettur sem hefur lent fyrir því að einhver hefur slett á hann klór. Smá saman hvítna og hverf. Þannig líður mér núna. Ég fór áðan og keypti mér lottómiða til að geta fyrir vinningsupphæðina farið til Spánar. Helst á eftir, eða morgun eða bara eins fljótt og hægt er. Ef ég vinn ekki þá verð ég bara að fara í ljós. Eða fá mér rækjusamloku. Mæjones bjargar mörgu. Og auðvitað humar og hvítvín og og og... Æji má ég ekki fá uppáskrifað frá lækni að ég verði að fara til Spáns og vera þar í 1 mánuð á mánaðarfresti. Kannski getur einhver sent mér leynipening í leyni og ég laumast til að skreppa til Spáns. Ég myndi ekki segja neinum frá því. Og ég get sko þagað yfir leyndarmálum ef því er að skipta. Æi ég vona bara að engin sendi mér miða í ljós af því að mér þætti það ekki fyndið. En mér þætti mjög fyndið ef einhver sendi mér humar :-)

Kærasta blogg.

Það er ástæða fyrir því að ég hef ekki verið í sambandi við þig. Ég ætlaði aldrei að yfirgefa þig svona eins og ég gerði, sko fyrir annan. En hvað gat ég gert? Facebook er bara miklu flottara en þú og yngra og svona með fleiri fídusa og sonna. Ég man þegar ég var að kynnast þér fyrst. Ofsalega fannst mér gaman að þér og þykir kannski enn, ég veit það ekki. Ég fæ svona oftast útrás fyrir vitleysunni í mér með því að senda henni Ingu eina og eina línu og hún svo laumast til að pósta því á sniglana. Ég get sagt þér það, og þetta má ekki fara lengra, að ég er miklu leiðinlegri en ég hljóma í höfðinu á mér þegar ég les þessi blogg sem ég hef skrifað með blóði svita og tárum. Eða bara hafa svona rúllað upp úr mér eins og ekkert sé sjálfsagðara. Margfalt leiðinlegri. En ég er allavegana brún. Það er fyrir öllu, skal ég segja þér. Eftir að maður kemst á vissan aldur þá er mikið atriði að vera fallegur á litin og eins að það sé ekki alltof mikið af manni. Sko að maður sé ekki grár, gugginn og akfeitur. Svo verður maður nottla að fara reglulega í framköllun á augnhárum og augabrúnirnar verður að plokka reglulega svo að maður endi ekki með eina akfeita augabrún sem nær á milli eyrna. Já, svo verður maður auðvitað að vera í glaðlegum fötum. Ekki vera eins og rolla sem hefur dottið í skurð í útliti. Ég er sko ekki nein tískudrós eða skinka en ég reyni að vera ekki eins og argintæta í útliti. Þegar ég huxa um það þá gæti verið að ég líti oft út eins og argintæta seint á vetrarmánuðum. Þá hefur sko snjórinn og veturinn sogað og togað úr mér allan kraft. Það er bara þannig að ég var ekki útbúin með frostþoli. Ég viðurkenni fúslega að kuldi og snjór er óþolandi að einu og öllu leiti. Já, nei ég kann ekki á skíði. Sver það að ég er fjölært sumarblóm frá einhverju miðjuheimslandinu eða þar rétt fyrir ofan, suðrænu og seiðandi með fallegum litum. Öngvar andskotans frostbólgur þeink jú verí næs. Annars er það kannski ákveðin vísbending um að ég sé einmitt frá einu af þessu miðjulandi að ég er einmitt mest um mig miðja og þar rétt fyrir ofan. Svona svolítið Ecuadorsleg í laginu. Sem gæti einmitt verið út af því að ég hef verið þar svo oft áður í öðrum lífum að ég er með fast vaxtarlag frá fyrrilífum. það gæti einmitt verið góð afsökun fyrir því að éta mæjones og feita osta. "Ég er að borða upp í miðjarðarvaxtalagið mitt". Já, já! Svo finnst mér líka maturinn þar svo góður, sko í þeim löndum þar sem er til matur eða þá peningur til að kaupa hann. Það eru nú ekki allir jafn heppnir í þessu lífi.

Þar til seinna

Lifi byltingin!

Lilla 


Kæra blogg.

Ésúss minn. Ég var næstum búin að gleyma þér. Bara næstum. Æji það er svo margt annað við að vera. Svo allt í einu þá rofaði til í þokunni og ég fór og gáði hvort að það væri einhver sem er að líta hér inn.... og nú það er alltaf einhverjir... Kannski eru það bara einhverjir sem þekkja engann eða eru hættir að vinna. Eða jafnvel einhverjir sem eru ekki læsir eða þjást af drunga og vilja lyfta sér upp. Fyrir þá sem eru hættir að vinna þá er alltaf hægt að koma hingað til mín og raða í stafrófsröð í eldhússkápana og í litasetteringu í fataskápana, sko ef þið hafið ekkert að gera. Og fyrir þá sem þekkja engann þá hef ég þann óskapar galla að tala við alla um allt svo að það væri þá hægt að panta hjá mér viðtalsbil. Jafnvel hitta á mig í Kjörbúðinni.

En sko þeir sem eru ekki læsir vita ekkert um kosti mína svo að þið hin verðið að predika yfir hausamótunum á þeim. Já, þið sem þjáist af drunga! Það er aftur flóknara mál. Ef að drunginn er tilkomin af því að þið hafið verið ódæl... hættiði að vera það og reynið að vera betri manneskjur. Það er drungaminnkandi, það vita allir, fáið ykkur svo örlitla flís af 70% súkkulaði. Ef að drunginn er af óþekktri ástæðu þá er alltaf gott að lesa stefnuræðu Sjálfstæðisflokksins. Þið eigið eftir að veltast um af hlátri. Nú og ef þið eruð að leita af upplífgandi, sálarstyrkjandi, hvetjandi, nærandi, innblásturs og innihaldsríkum fagurgala um mig undirritaða, þá ertu nú aldeilis sjáðu til komin á réttan stað. Það er sko hér á þessari síðu sem ég get svoleiðis algjörlega sleppt mér í sjálfshælingum. Enda er það nú þannig að svona sjálfskrif eru oft eins og minningargrein. Ég vildi að ég gæti skrifað mína eigin minningu í nafni einhvers annars. Þá gæti ég svoleiðis bent á kosti mína með stæl. Ég myndi auðvitað byrja á því að minnast á hvað ég væri nú falleg. Svo myndi ég auðvitað minnast á það mjög fljótlega hvað ég væri vel gefin og vel lesin. Ég væri kannski ekkert að minnast á að lesturinn fælist helst í því að komast yfir sem flestar dularfullar-ævintýrasögur, ástarsögur í anda Barböru Cartlands og svo glæpasögur rétt fyrir tvítugt og fram á þennan dag. Nú og svo myndi ég auðvitað minnast á að ég bæri titilinn "móðir ársins" öll árin. Já og svo myndi ég auðvitað sverja að ég væri langbesti bakari á suðurlandi og víðar en að titlinum hefði verið náð af mér með klækjum. Kötturinn bæri svo sjálfur vitni á videói um gæði mín. Hænurnar kæmu fram á miðilsfundi og segðust hafa tekið frá hornskrifstofu í himnaríki handa mér. En sko það væri nú elskulegur og ástkær eiginmaður minn sem gæti helst borið vitni um ágæti mitt, sko ef hann hefði ekki algjörlega tapað minninu. Sem virðist þó vera svolítið gloppótt því að hann man allt nema eftir mér. Enn væri það nú skrítnara ef að hann hefði ekki skírt uppáhalds naglbítinn sinn eftir mér. Sko þennan sem hann notar til að bíta hausana af skömmunum. Já ég get sagt ykkur það að maður á að eiga til minningagrein á lager ef að maður vill koma einhverju sérstöku á framfæri. Sama hvort að það er fyrir eða eftir mans eigin dauða. Þetta á við bæði þá sem eiga á dauða sínum von og svo líka þeir sem verða allra kerlinga elstir eins og ég.


Stelpa, snót, stúlka

clip_image002 Eftir að hafa horft á breska þáttinn „Konur í kvikmyndum“ (From Weepies to Chick Flicks) er ég enn sannfærðari en áður um að það er samsæri í gangi. Karlasamsæri. Ég er viss um að karlmenn ætla að yfirtaka heiminn. Jafnvel útrýma konum. Eða kannski erum við konur að útrýma okkur. Allavegana er það þannig að konur eru alltaf soldið vitlausari en karlmenn í myndum. Alveg sama hvort að það eru bíómyndir eða þættir. Og ef að konur eru gáfaðri og flinkari í einhverjum þætti eða bíómynd, þá er konur frekar og stjórnsamar. Þetta hefur samt lagast heilmikið frá því að mamma var ung (mamma mín er fædd ´21) og fór í bíó. Þá voru konur sko sætar og vitlausar eða sætar og sköss.

Eins og Scarlett O’ Hara (Vivian Leigh) í Gone with the Wind... ég meina hún svona agalegt skass... Vildi bara ekki giftast Rhett Butler (Clark Gable). Ég meina hann eldgamall og hrukkóttur, fyllibytta og ofsalega ríkur, og hún svona agalega sæt. Í þeirri bíómynd eru dulin skilaboð... þó að kallinn sé gamall og fyllibytta og konan ungt sætt skass... þá á hún að gera eins og henni er sagt, annars getur hún lent í ástarsorg. Og karlmenn láta sko ekki bjóða sér neina vitleysu og þurfa sko ekki á neinum að halda, annað en konur sem eru svo viðkvæmar.

Tökum næst James Bond. Hann er klár karl. Kann allt og veit allt. Ótrúlega úrræðagóður. Vefur konum um fingur sér. Allskonar fegurðardrottningum sem eru svo mjóar að þær, fullorðnar konurnar, ganga í barnafötum og með demanta í öllum litum. Hann sefur hjá þeim öllum þó að þær séu næstum allar svikakvenndi. En hann sefur ekki hjá Miss Moneypenny. Hún er líka útivinnandi og svo er hún líka ekkert svo sæt, en voða snyrtileg og svona líka agalega góð. En hann lofar henni að kannski einhvern daginn þá..... vá hvað hún má vera þakklát. En Bond drepur líka allar konur sem eru vondar. Stundum veit hann að þær eru vondar en hann sefur samt hjá þeim og sko ekki til neins nema að sofa hjá þeim. Ég man ekki eftir því að kona geri svoleiðis í neinni mynd eða þætti. En ég man eftir því úr mörgum þáttum og myndum að kona sofi hjá vondum mönnum til að fá peninga eða völd eða bara til að sýna hvað hún er vond. Já, konur eru doldið varasamar.

Þegar Elvis var frægastur og lék í bíómyndum, þá voru konur upp á punt. Þær svona stóðu og hölluðu sér upp að dyrastöfum og horfðu með aðdáun á hann. Stundum fengu þær að reykja. Og ef að eitthvað var að, þá settu þær handarbakið á ennið, (konur eru hættar því núna sem betur fer) nú eða bara stöppuðu niður fótunum og görguðu eða grenjuðu og vinkonurnar komu og hugguðu. Elvis gerði það aldrei. Hann er karlmaður og fær það sem hann vill eða bara reddar sér. Konur geta það ekki, þær eru svo hjálparlausar.

Svo var það hippatímabilið. Þá brenndu konur brjóstahaldarana sína og karlar gerðu grín af því. Líka í bíómyndum. Enda bara doldið fyndið atriði. Eða hvað? Ég sé ekki fyrir mér að karlmenn færu að brenna pungbindin sín. En það varð samt þá sem konur fengu að vera aðeins meira en bara sætar. Og já, það var líka þá sem konur fóru að vera allsberar við minnsta tilefni. Karlmenn voru bara allsberir ef að það þurfti. Æji, konur eru svo lausgirtar.

Svo var það Grease tímabilið. Í þeirri mynd er Sandy ( Olavia Newton-John) svona soldið vitlaus, saklaus, sæt og góð. Og Danny ( John Travolta) bara töffari. Og til að þau gætu náð saman þá varð Sandy að breyta sér. Hún varð að verða meiri pæja til að geta átt svona flottan töffara. Þarna  í millitíðinni voru svo skilaboð um að það væri ekki gott að vera lauslátur. Allavegana ekki ef þú ert stelpa. En að sjálfsögðu í lagi fyrir stráka. Strákarnir gerðu við bíla og fóru í kapp á meðan stelpurnar voru að reykja og í náttfatapartýum. Já, það voru líka skilaboð um að hætta ekki í skóla en það voru bara skilaboð fyrir stelpur (Beauty school drop out). Enda mega stelpur ekki gleyma því að vera sætar.

DISCO. Saturday Night Fever. Ég man þann dag. Þá bara allt í einu mátti allt. Stelpur máttu og strákar máttu. Vá! hvað það var mikið frelsi. Eða var það ekki? En  það er samt soldið skrítið að í tísku var svona stelpu-strákar. En sko stráka-stelpur. Strákarnir voru soldið vitlausir og stelpurnar svo agalega ráðagóðar.

Bobby C.: I have a friend. He's a very good friend, and he got a girl pregnant. And I wanted to know: if you had to make a choice between getting an abortion and having to get married, what would you do?
Stephanie: Well, who would I have to marry?
Bobby C.: You'd have to marry me.
Stephanie: I think I'd get an abortion.“ S-N-F.

Þessar samræður hefðu verið alveg gjörsamlega stranglega bannaðar í tíð móður minnar. En þarna voru stelpur farnar að sýna sjálfstæði.When Harry met Sally. Hann sagði henni að stelpur og strákar gætu aldrei verið vinir. Hún sagði honum að allar konur gerðu sér upp fullnægingu. En þau enda samt á að vera kærustupar.

Harry Burns: There are two kinds of women: high maintenance and low maintenance.
Sally Albright: Which one am I?
Harry Burns: You're the worst kind; you're high maintenance but you think you're low maintenance.
Sally Albright: I don't see that.
Harry Burns: You don't see that? Waiter, I'll begin with a house salad, but I don't want the regular dressing. I'll have the balsamic vinegar and oil, but on the side. And then the salmon with the mustard sauce, but I want the mustard sauce on the side. "On the side" is a very big thing for you.
Sally Albright: Well, I just want it the way I want it.
Harry Burns: I know; high maintenance“.

Svo er það sena þar sem vinir þeirra rífast og að sjálfsögðu er það út af því að hún er svo frek en hann svo ákveðin. Sýnd sena þar sem Harry talar við vin sinn og Sally talar við vinkonu sína í síma á sama tíma... og það er akkúrat svona hún sagði/hann sagði. Tvö ólík sjónarhorn á sama hlutnum. Harry þessi sterki og Sally svona líka agalega taugabiluð.

Silence of the Lambs. Vá! hvað Clarise var flott. Hún er gáfuð og... bíddu hún er svona stráka-stelpa. Jæja, hún reddaði sér. En samt sem áður nær vondi kallinn að snúa á hana. Kannski var það bara til að gera framhaldsmynd. Ég veit það ekki. Karlmaðurinn snéri allavegana á litlu sætu Clarise sem er samt svo klár.

Legally Blond. Guð minn góður. Af hverju eru stelpur að horfa á þessa vitleysu?  Þegar hér er komið sögu hefur verulega farið að halla undan fæti eða þá að ég er orðin gömul...  En hvort að karlar eru að útrýma konum eða konur eru að gera það sjálfar... ég bara veit það ekki.

Ég er bara kona.


Kæri ísskápur.

Thou shalt not weigh more than thy refrigerator. Sem myndi þá á ylhýra leggjast einhvernveginn svona: Farðu í megrun áður en þú verður þyngi en ísskápurinn þinn.  Og taktu skiptimiða!

LG-interactive-refrigerator


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband