Þú ert uppáhalds. Það er alveg klárt. Sko, tempóið og fólkið og maturinn og veðrið, þetta er bara eins og það á að vera. Að liggja á sólarströndu og lesa góða bók er lúxus. Skreppa svo á kaffihús og fá sér einn "Café Cortado" er algjörlega málið. Fara svo og fá sér Tapas um kvöldið og örlítið tár af köldu "cava". Rölta svo um hönd í hönd á milli staða og jafnvel setjast einhversstaðar. Panta á spænsku og verða rosalega hissa þegar allt kemur rétt. Rölta svo heim á hótel og sofna og vakna og finnast að allur heimurinn sé vaknaður líka og rétt ná á ströndina til að leggjast og lesa eftir að hafa stoppað og fengið örlítið tár af "café Cortado" og að sjálfsögðu croissant. Ferðast með lestum og strætóum til að heimsækja bæji og þorp og rétt svo rata heim. Fara á markaði og kaupa helst ekki neitt nema kannski krydd og handtösku og að sjálfsögðu eitthvað að borða og eitt kíló af fallegu nammi til að setja í krukka þegar maður kemur svo heim aftur. Fara í allar fallegu kirkjurnar og kveikja á 5 kertum fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Og 2 fyrir okkur og fjölskyldur okkar. Rétt ná svo aftur á hótelið til að sturta sig og fara út til að fá sér að borða. Var ég búin að nefna alla gömlu bæjina? Hvað með Pajellurnar? Eða jamon? Eða churros? Já spánn er uppáhalds.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.