11.7.2008 | 11:36
Kæra helgi.
Ertu ekki að koma? Ertu að láta bíða eftir þér? Ertu "playing hard to get". Það fer ekki vel í mig. Og hefur aldrei gert. Þoli ekki svoleiðis vesen. Annars held ég að þessi helgi verði alveg frábær. Er að huxa um að vera heima og hafa það mjög notalegt. Gera fullt sem ég nenni aldrei að gera. Svo sem að skúra og strauja, sjóða sviðasultu og rabarbarabara-sultu, gera Sushi á sunnudaginn og fara í langa göngu með manninum sem ég elska. Ég elska að elska hann. Hann er svo góður fyrir mig og við mig. Ja, ekki bara við mig. Hann er góður við alla. Gamalt fólk, börn, dýr en extra góður við hrukkóttar skapvondar gamlar kerlingar eins og mig. Ég launa honum nú oftast lambið grá með allskonar gúmmelaði, lömbum, svínum,nautum, kjúklingum og fiskum og öllu öðru sem hægt er að elda, desertum, forréttum og smáréttum, að ógleymdri villibráð og skelfisk og svo náttúrulega almennri skemmtun dags daglega. Sver það að tengdamamma mín tilvonandi sagði í fyrra að ég væri mjög góð fyrir hann. Og hún er nú þannig kona að hún myndi aldrei segja ósatt. Held samt að það sé þannig að við séum frábær saman. Maður á að umgangast fólk sem gerir mann að betri manneskju. Ekki fólk sem er endalaust að naga mann. "Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja" sagði Kjarval og eitthvað voru þeir nú að naga hann þessir andskotar. Sögðann bæði hæfileikalausan og annað miður fallegt. Kjarval er núna ódauðlegur en hinir steindauðir. Hef sagt það áður og segi það enn... menn skyldu varast að ...Hils. Lilla alltaf að læra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.