15.6.2008 | 10:59
Kæra afmæli.
Fannst þér ekki gaman? Ég skemmti mér konunglega. Það er allt í lagi þó að það detti á mann einhver ár, bara ef maður passar að verða ekki gamall. Ég skil ekkert í fólki sem verður gamalt fyrir aldur fram. Eins og það sé ekki hægt að verða gamall þegar aldurinn fer að færast yfir. Afmæli hefur ekkert með aldur að gera. Afmæli er bara kósíheit og kruðerý. Og afmæliskökur. Og pakkar. Og fjölskylda, vinir og vinnufélagar. Og svo náttúrulega tiltekt í nokkra daga, bæði fyrir og eftir. En það er allt í lagi, maður skoðar bara pakkana nokkrum sinnum aftur og þá nennir maður bara allt í einu alveg að skúra. Mér finnst gaman að halda veislur og matarboð. Þá fæ ég að elda allskonar dæmi og baka. Frumburðurinn átti samt eiginlega allan heiðurinn af matnum í þetta skipti. En ég gerði Sushi og kökur með kremi. Og maður á að gera vel við vini sýna. Samt ekki of vel. Bara passlega. Annars gætu vinir manns orðið akfeitir drykkjusjúklingar. Og þá er maður hættur að gera "vel"... Hils
Athugasemdir
Mikið lítur þetta vel út! Nammi namm!
Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, 15.6.2008 kl. 14:43
Takk takk kærlega fyrir okkur, vil bara segja þeim sem voru svo óheppnar að komast ekki að maturinn bragðaðist jafnvel og hann lítur út og félagsskapurinn að sama skapi æðislegur.
húrra húrra fyrir kokkunum :)
knús sonja, lalli og ágústína rögnvaldína
sonja (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 10:33
Takk fyrir mig !
Þetta var bara æðiselgt. Ég er svo fegin að vita loksins af hverju ég er í plús stærð. Þetta skrifast allt á þig mín kæra og frábæra matinn sem er alltaf á borðum í Hveragerði. En sniglar væru nú frekar ljótir ef þeir væru ekki smá pattaralegir, er það ekki ? Kveðja úr nágrannasveitinni Tóta
Tóta (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 15:24
Finnst agalegt að hafa ekki getað mætt í þetta góðgæti. En í staðinn notaði ég uppskrift að síðasta góðgæti sem ég fékk í Hveragerði í útskriftarveislunni hjá Kristjáni Páli á 17. júní, (canape með túnfisk og kolagrillaðri paprikku) mmmmmm.....
Dögg (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.