23.4.2008 | 12:54
Kæra Sushi.
Mikið finnst mér þú falleg. Og góð. Ég gæti alla daga verið að narta í þig og raða þér í mig þess á milli. Bara ef þú ert ekki öll löðrandi í Ál. Ég er ekki hrifin af ál, ekki einu sinni álpappír. Þoli ekki að bíta í hann, það ískrar í tönnunum á manni. En það er annað með Sushi. Það er þá sem maginn í mér, heilinn og sálin bindast ástar -og tryggðarböndum. Hoppa af gleði um allan líkamann á mér og toga sálina til himna. Ef ég mætti ráða þá væri Sushi í matinn alla daga, að minnsta kosti einu sinni á dag. Maki með geitaosti, Kóríanderblöðum, súrri papriku og Mangó er í algjöru uppáhaldi núna. og svo er líka Túnfiskur og lax og lúða og humar og rækjur. Grænmetis-Sushi og Surimi og Sashimi og öll gerð af Sushi og bara Japönskum mat er himnasæla. Já og svo náttúrulega hið margrómaða kjúklingasalt á Osushi með spínat-Noriblöðum, er algjör snild. En það sem er nú kannski skrítnast við þetta allt saman er, að ég borða ekki fisk. Nema þá bara í algjörri neyð. Og þá með rjóma. Eða bræddu margaríni. Eða með Engifer, Koríander og hvítlauk. Jæja, ég hef hætt að nenna að borða ekki fisk. Það er bara þetta með beinin sem fer alveg með mig. Ef ég fæ bein .... þá er aftur snúið með matinn sem ég hef sett ofan í mig.... En ég meina fiskur er hollur fyrir líkamann og líka fyrir sálina. Og svo hef ég einhverstaðar heyrt ( man ekki hvar ) að fiskur væri hollur fyrir minnið. Og það get ég svarið að ég ætl að muna allt með þér mín kærasta kæra Sushína og svoleiðis skal ég reyna allt sem ég get till að gleyma hvorki þér né Vasabíinu eða niðursoðna Engiferinu eða himneskri Japanskri sojasósunni. Nú eða USB-lyklinum
Athugasemdir
heyr heyr eins og talað úr mínum maga
Ingiríður (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.