Kæra frænka.

Hvað meinarðu með að þú sért búin að öllu? Ertu að svekkja okkur sófadrottningarnar? Nú ætla ég að segja þér hvernig þetta á að vera. Sko, fyrst byrjar þetta á að þú vaknar og  fattar 18 des að einn gemlingurinn á afmæli daginn eftir.... þá fyrst skrúfast upp stressið. Hvað á að gefa honum? eitthvað sem honum líkar eða ömmans??? Það er ekki til.  Og um svipað leiti fattarðu að pósturinn til útlanda með jólakortin, átti að vera komin í póst. Dem. Og hvað með Laufabrauðið? Hjúkk, jú það er tilbúið. Já, og hvernig eiga jólakortin að líta út í ár? Hvað á að gefa mömmu? Pening? Er búið að redda rjúpum? Tala við Stefán M. Hann hlýtur að muna eftir mér. Bíddu er ekki eitthvað sem ég er að gleyma? ´Jú, jólagjafirnar. Úff, hvað get ég fengið fyrir 5þús-kall? Hvernig stendur á því að ég er með suð fyrir eyrunum? Er þetta lyktin af blóðþrýstingnum í mér??? Ætti ég að skreyta eitthvað meira í ár, en hin árin? Ætli ég geti notað páskaservietturnar? Ætti ég að halda jólaboð? Eða bara fara í jólaboð? Ef það verður ekki jólaboð, þarf þá að gera jólahreingerningu???? Jesús Kr. Jósepsson. Bíddu..... fer ég í jólaköttinn þessi jól?? Ég á ekkert til að fara í ...Verð að kaupa mér eitthvað..bara verð... Eitthvað sem felur og hylur og mjókkar. Valkvíði, valkvíði og aftur valkvíði. Og núna er alveg GLÆNÝTT stress. HVAÐ Á AÐ GEFA TENGDADÓTTURINNI??? Af hverju í ósköpunum gerði ég ekki eins og Lilli vildi... FÓR TIL ÚTLANDA UM JÓLIN... Jóla-Hilsen

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jamm, það hefði verið fínt að hlusta á Lilla...mæli sterklega með jólaútlandaferð. Gott fyrir sálartetrið og budduna líka ;-) híhíhí

Senorita Jóna (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 16:20

2 Smámynd: Laubba

hehe góð lýsing

Mæli líka með útlandaferð og klára jólagjafirnar þar, mæli ekki með að panta hins vegar jólakortin frá útlöndum, festast bara í póstinum eða týnast og koma í janúar hehe, alveg nýtt viðbótar stress

Laubba , 5.12.2007 kl. 09:30

3 Smámynd: Jóna í Västerås

Kæra Lilla frænka,

ég er sko ekki að svekkja ykkur sófadrottningar, ég er nú einu sinni í ættinni. Ligg í sófanum og plana og svo þegar ég þarf að fá mér að borða eða pissa eða einhvað annað áríðandi næ ég í leiðinni í jólakortin og svo skrifa ég bara svona eitt og eitt. Nú svo er ég svo dugleg að setja aðra í vinnu. Prófaðu að senda hann Lilla að kaupa jólagjafirnar handa öllum á meðan færðu þér Grand og leggst upp í sófa planar afgánginn

Þín frænka 

Jóna í Västerås, 7.12.2007 kl. 12:20

4 identicon

Þú ert ótrúleg

Anna (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband