14.11.2007 | 10:00
Kæri tími.
Mikið líðurðu hratt. Þú ert eins og eldflaug með rakettu í rassinum, eins og nýbökuð vaffla með rabbabarasultu og rjóma á borði hjá glorsoltnum ferðalöngum, eins og nýfallin mjö.... Bíddu. Voðalega er ég skáldleg. Ætti kannski að gefa út bók. Ljóða-bók.... "Rigninginn féll eins og nýfallin hermaður á vinnuboði skúringakonunnar"... Dúddi-mía. Ætli einhver myndi vilja kaupa bók eftir mig? Held ekki. Eða það myndu náttla nokkrir kaupa.... en kannski ekki lesa nema bara innganginn sem Arnaldur Indriða myndi skrifa. " hérna er áhugaverður rithöfundur komin fram á sjónar-SVIÐIÐ" ( eins og Erlendur sem át sviðin) En kannski myndi einhver skáld-dómari vilja hefðja mig til skýjanna.... "Mikill og merkilegur rithöfundur þarna á ferð"..."Vigdís Finnboga" "Lilla er skáld dagsins í dag á morgun" "Thor Vilhjálmsson". Eða eitthvað álíka gáfulegt. Sko, ég er ekki skáld, ég tala bara svo mikið að lögmálið segir að einhvern tímann komi einhver orð út úr mér sem "meika sens". Sko ekki það að þetta "meiki einhvern sens" Langt í frá. Þetta er bara svona heilabilunarþvættingur úr mér, eins í House þarna um daginn. Ég er bara út úr stressuð vegna fyrirhugaðra fluttninga í Hver-gerði-Gerði. Ég ræð ekki við mig. Orð, málning, teppi, flísar og nýjar innréttingar þjóta eins og nýbakaðar pönnukökur með rjóma um allt höfuð á mér.... Dúdda mía... ég er með mat á heilanum. Hilsen
Athugasemdir
Mig langar nú bara í vöfflu með rjóma meðan ég les þetta
Ég hlýt að fá vöfflu ef ég kem í Hveragerði á sunnudaginn
Anna (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 10:28
Dúddi- mía segi ég bara
Lycka till með flutninginn synd að ég kemst ekki í vöfflur í Hver-gerði -Gerði um helgina.
Jóna í Västerås, 14.11.2007 kl. 12:19
Til hamingju með að vera orðinn semi-sveitalúði!!
Mig langar líka í vöfflu...
Senorita Jóna (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 13:54
þú ert bara æði og þessvegna ertu vinkona mín
og Geir Gígjar kemur í vöfflur um jólin með pabba sínum
kv Sigga halla
ps. þú ert samt mesti bullukollur sem ég þekki
sigga halla (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.