Kæri ísskápur.

Ég hef nú svona mestmegnis verið sátt við þig. En ekki núna. Sko, hvernig getur staðið á því að það verður allt sem ég set inn í þig ónýtt. Mér öðruvísi áður brá. Það var varla að ég kæmist inn með matarpokana áður en allt var búið. Ég rétt náði að klára að setja í neðstu hilluna þegar efsta hillan var orðin tóm. Þú varst botnlaus hít. En þannig er það ekki núna. Nei hei. Nú kaupi ég samviskusamlega inn og þú sérð svo um að breyta matnum í grænmyglu á örskotsstundu.Hvað á það að þýða að gera mjólk kekkjótta??? Ég barasta spyr. Hvað er með þig??? Eins og ég hef nú verið dugleg við að passa uppá að þú offyllist ekki. Ég hef margoft farið á fætur um miðja nótt og athugað með innvolsið. Og þessar aðdróttanir vegna "hins" ísskápsins, það eru flestir vinnustaðir með ísskáp ( og þessi hérna er með klakavél en þú ert með fallegri línur ) Ég er ekki að segja að þú hafir alltaf staðið þig illa.  En sko, maður lifir ekki á fornri frægð, góði minn. Taktu þig taki. Hilsen.

ps. ég skrepp í útilegu núna um helgina og þú passar þig á meðan. Annars verða einhver ráð með refsingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband