Kæra Ísland.

Hvernig líður þér? Finnst þér eins og þú sért sökkvandi fúadallur? Þú veist ég elska þig, ég sagði þér það einu sinni og skal láta þig vita ef það breytist. En sko það eru nokkrir hlutir hjá þér sem eru að pirra mig.

Það er t.d. veðrið. Þú ert þitt eigið land og getur bara vel ráðið þessu. Það liggur ekkert á að kaffæra allt í snjó. Það er alveg nóg að fá smá skot viku fyrir jól af þessu hvíta og hafa þá frost svo að það  haldist þannig fram yfir áramót. Ekki þetta óákveðna rigning-snjór-rokástand, nenni því ekki.

Svo er það þetta með stjórnina á landinu. Hvað er eiginlega í gangi? Þú lætur Bjaddna og Simma komast upp með að eyðileggja og skemma landið og landann. Skilurðu ekki að þeir eru að undirbúa að selja okkur hæstbjóðanda? Ekki það að hér verði, eftir einhver ár, eitthvað eftir til að selja. Þú veist að þú verður að grípa inn í hið fyrsta. Þeir geta þetta ekki, hafa ekki nógan hæfileika til að spila Matador-Ísland. Þeir skilja ekki að þeir eru að keyra þjóðina í þrot. Fólk á ekki fyrir mat og læknarnir eru á flótta úr landi, þessi fáu sem eftir eru. Viltu ekki bara senda eldgosið af stað? Við gætum þá bara skilið þig eftir aleitt og flutt til útlanda. Er það það sem þú vilt? Ekki það? Nei, ég hélt ekki. Taktu þig einhverju taki og reyndu að finna út úr þessu.

Hils Lilla.

 

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband