30.9.2013 | 16:46
Kæri frændi.
Af hverju fórstu ekki í stjórnmál? Ef að þú hefðir hunskast til að vera almennilega pólitískt þenkjandi þá væri ég í almennilegri stöðu í dag. Ekki lepjandi dauðann úr tómri skel með skeið. Þetta barasta nær ekki nokkurri átt. Það er ekki nokkurt vit í því að ég sé að puða við að halda fólki á lífi á meðan einhver vitleysingur er á hinum endanum að grafa undan mér, útdeilandi bakteríum. Andskotans vesen að mér skyldi hafa verið stolið af fæðingarheimilinu. Ég veit það að mér var ætlað að vaða í peningum en ekki skuldum. Þá nebblilega gæti ég nartað í Croissant á morgnana, humar í hádeginu með organic mæjonesi og önd á kvöldin. Já og svo myndi ég hafa minn eigins kaffiþjón og hann væri alltaf með 70% organic súkkulaði með nibbum í vasanum handa mér ef ske kynni að ég fengi luðrukast. Einhversstaðar úti í heimi er tedrekkandi anorexíu sjúklingur, vaðandi í matarboðum upp fyrir samfallnar axlir að sakna þess að búa á Íslandi í kulda og trekk, étandi ekkert nema þvaðrið í helvítis pólitíkusunum.
Hils Lilla
ps. Það verður engin glaðleg mynd af því að Bjaddni og Simmi eru asnar.
Athugasemdir
Þú minnir á Sylvíu Nótt. Skemmtileg :)
fan (IP-tala skráð) 30.9.2013 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.