11.8.2013 | 11:34
Kæru hýru þið.
Ég styð ykkur heilshugar. Eða sko mér er bara alveg hjartanlega sama hvort að maður og kona eru gift, ekki gift eða ógift. Mér er meira að segja sama þó að menn búi saman, séu giftir saman eða séu ógiftir saman. Mér finnst meira að segja mér ekki koma það við þó að einhverjir séu fleiri en tveir í sama hjónabandinu. Svo er mér líka sama þó að tvær konur búi saman, séu giftar hvor annarri eða bara trúlofaðar. Ég er líka alveg viss um að Guði, Jésússi og þeim öllum er líka alveg sama. En ég held að þröngsýnu óhamingjusömu fólki sé sko ekki sama. Ég bara nenni ekki að vera að skipta mér af því hvort fólk lifi kynlífi eða ekki. Ég væri meira til í að skipta mér af því hvað fólk hefði í matinn. Það væri miklu nær "jú sí". Ég nota nefnilega ekkert tækifæri ónotað til að narta í mat eða hugsa um mat. Stundum þá gúffa ég honum í mig. Eins og ef að það er sósa í boði, þá drekki ég matnum i henni. Sko ef það er ekki laukur í sósunni. Laukur er vondur og illa innrættur. Svo kemur líka svokölluð mötuneytislykt heima hjá manni þegar laukur er eldaður. Þannig að ég bara sleppi honum. Nema hvítlauk og graslauk og vorlauk. Það er annað.
Annars byrjaði dagurinn í gær á því að ég skellti krossanti í ofninn. Samt langaði mig meira í Bríosbrauð. En það var ekki í boði. Svo fór ég fljótlega að hugsa um hvað ætti að vera í kvöldmatinn. Eitthvað sem tæki ekki langan tíma vegna anna við dúfnakofann. Ég hringdi í ferðafélagana og bauð upp á að þau kæmu í heimsókn. Sérkennilegt sem það er ( djók) þá voru þau til í að koma í mat til okkar ef að þau mættu koma með forréttinn. Ég var ekki svikin af þeim viðskiptum, skal ég segja ykkur. Humarinn smakkaðist dásamlega.
En áður að kom að því að borða humarinn þá varð auðvitað að leggja á borðið. Af því að við gátum ekki farið í gönguna þá var maturinn bara á vera hýru nótunum. Ég get svo svarið það að ég held að hann hafi verið það. Lifi byltingin og sólin. Lilla
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.