Kæri Spánn.

Ég sakna þín alveg óendanlega mikið. Ég er öll að hvítna upp og flagna og þorna. Ég er eins og kaffiblettur sem hefur lent fyrir því að einhver hefur slett á hann klór. Smá saman hvítna og hverf. Þannig líður mér núna. Ég fór áðan og keypti mér lottómiða til að geta fyrir vinningsupphæðina farið til Spánar. Helst á eftir, eða morgun eða bara eins fljótt og hægt er. Ef ég vinn ekki þá verð ég bara að fara í ljós. Eða fá mér rækjusamloku. Mæjones bjargar mörgu. Og auðvitað humar og hvítvín og og og... Æji má ég ekki fá uppáskrifað frá lækni að ég verði að fara til Spáns og vera þar í 1 mánuð á mánaðarfresti. Kannski getur einhver sent mér leynipening í leyni og ég laumast til að skreppa til Spáns. Ég myndi ekki segja neinum frá því. Og ég get sko þagað yfir leyndarmálum ef því er að skipta. Æi ég vona bara að engin sendi mér miða í ljós af því að mér þætti það ekki fyndið. En mér þætti mjög fyndið ef einhver sendi mér humar :-)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband