28.6.2013 | 14:16
Kærasta blogg.
Það er ástæða fyrir því að ég hef ekki verið í sambandi við þig. Ég ætlaði aldrei að yfirgefa þig svona eins og ég gerði, sko fyrir annan. En hvað gat ég gert? Facebook er bara miklu flottara en þú og yngra og svona með fleiri fídusa og sonna. Ég man þegar ég var að kynnast þér fyrst. Ofsalega fannst mér gaman að þér og þykir kannski enn, ég veit það ekki. Ég fæ svona oftast útrás fyrir vitleysunni í mér með því að senda henni Ingu eina og eina línu og hún svo laumast til að pósta því á sniglana. Ég get sagt þér það, og þetta má ekki fara lengra, að ég er miklu leiðinlegri en ég hljóma í höfðinu á mér þegar ég les þessi blogg sem ég hef skrifað með blóði svita og tárum. Eða bara hafa svona rúllað upp úr mér eins og ekkert sé sjálfsagðara. Margfalt leiðinlegri. En ég er allavegana brún. Það er fyrir öllu, skal ég segja þér. Eftir að maður kemst á vissan aldur þá er mikið atriði að vera fallegur á litin og eins að það sé ekki alltof mikið af manni. Sko að maður sé ekki grár, gugginn og akfeitur. Svo verður maður nottla að fara reglulega í framköllun á augnhárum og augabrúnirnar verður að plokka reglulega svo að maður endi ekki með eina akfeita augabrún sem nær á milli eyrna. Já, svo verður maður auðvitað að vera í glaðlegum fötum. Ekki vera eins og rolla sem hefur dottið í skurð í útliti. Ég er sko ekki nein tískudrós eða skinka en ég reyni að vera ekki eins og argintæta í útliti. Þegar ég huxa um það þá gæti verið að ég líti oft út eins og argintæta seint á vetrarmánuðum. Þá hefur sko snjórinn og veturinn sogað og togað úr mér allan kraft. Það er bara þannig að ég var ekki útbúin með frostþoli. Ég viðurkenni fúslega að kuldi og snjór er óþolandi að einu og öllu leiti. Já, nei ég kann ekki á skíði. Sver það að ég er fjölært sumarblóm frá einhverju miðjuheimslandinu eða þar rétt fyrir ofan, suðrænu og seiðandi með fallegum litum. Öngvar andskotans frostbólgur þeink jú verí næs. Annars er það kannski ákveðin vísbending um að ég sé einmitt frá einu af þessu miðjulandi að ég er einmitt mest um mig miðja og þar rétt fyrir ofan. Svona svolítið Ecuadorsleg í laginu. Sem gæti einmitt verið út af því að ég hef verið þar svo oft áður í öðrum lífum að ég er með fast vaxtarlag frá fyrrilífum. það gæti einmitt verið góð afsökun fyrir því að éta mæjones og feita osta. "Ég er að borða upp í miðjarðarvaxtalagið mitt". Já, já! Svo finnst mér líka maturinn þar svo góður, sko í þeim löndum þar sem er til matur eða þá peningur til að kaupa hann. Það eru nú ekki allir jafn heppnir í þessu lífi.
Þar til seinna
Lifi byltingin!
Lilla
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.