Stelpa, snót, stúlka

clip_image002 Eftir að hafa horft á breska þáttinn „Konur í kvikmyndum“ (From Weepies to Chick Flicks) er ég enn sannfærðari en áður um að það er samsæri í gangi. Karlasamsæri. Ég er viss um að karlmenn ætla að yfirtaka heiminn. Jafnvel útrýma konum. Eða kannski erum við konur að útrýma okkur. Allavegana er það þannig að konur eru alltaf soldið vitlausari en karlmenn í myndum. Alveg sama hvort að það eru bíómyndir eða þættir. Og ef að konur eru gáfaðri og flinkari í einhverjum þætti eða bíómynd, þá er konur frekar og stjórnsamar. Þetta hefur samt lagast heilmikið frá því að mamma var ung (mamma mín er fædd ´21) og fór í bíó. Þá voru konur sko sætar og vitlausar eða sætar og sköss.

Eins og Scarlett O’ Hara (Vivian Leigh) í Gone with the Wind... ég meina hún svona agalegt skass... Vildi bara ekki giftast Rhett Butler (Clark Gable). Ég meina hann eldgamall og hrukkóttur, fyllibytta og ofsalega ríkur, og hún svona agalega sæt. Í þeirri bíómynd eru dulin skilaboð... þó að kallinn sé gamall og fyllibytta og konan ungt sætt skass... þá á hún að gera eins og henni er sagt, annars getur hún lent í ástarsorg. Og karlmenn láta sko ekki bjóða sér neina vitleysu og þurfa sko ekki á neinum að halda, annað en konur sem eru svo viðkvæmar.

Tökum næst James Bond. Hann er klár karl. Kann allt og veit allt. Ótrúlega úrræðagóður. Vefur konum um fingur sér. Allskonar fegurðardrottningum sem eru svo mjóar að þær, fullorðnar konurnar, ganga í barnafötum og með demanta í öllum litum. Hann sefur hjá þeim öllum þó að þær séu næstum allar svikakvenndi. En hann sefur ekki hjá Miss Moneypenny. Hún er líka útivinnandi og svo er hún líka ekkert svo sæt, en voða snyrtileg og svona líka agalega góð. En hann lofar henni að kannski einhvern daginn þá..... vá hvað hún má vera þakklát. En Bond drepur líka allar konur sem eru vondar. Stundum veit hann að þær eru vondar en hann sefur samt hjá þeim og sko ekki til neins nema að sofa hjá þeim. Ég man ekki eftir því að kona geri svoleiðis í neinni mynd eða þætti. En ég man eftir því úr mörgum þáttum og myndum að kona sofi hjá vondum mönnum til að fá peninga eða völd eða bara til að sýna hvað hún er vond. Já, konur eru doldið varasamar.

Þegar Elvis var frægastur og lék í bíómyndum, þá voru konur upp á punt. Þær svona stóðu og hölluðu sér upp að dyrastöfum og horfðu með aðdáun á hann. Stundum fengu þær að reykja. Og ef að eitthvað var að, þá settu þær handarbakið á ennið, (konur eru hættar því núna sem betur fer) nú eða bara stöppuðu niður fótunum og görguðu eða grenjuðu og vinkonurnar komu og hugguðu. Elvis gerði það aldrei. Hann er karlmaður og fær það sem hann vill eða bara reddar sér. Konur geta það ekki, þær eru svo hjálparlausar.

Svo var það hippatímabilið. Þá brenndu konur brjóstahaldarana sína og karlar gerðu grín af því. Líka í bíómyndum. Enda bara doldið fyndið atriði. Eða hvað? Ég sé ekki fyrir mér að karlmenn færu að brenna pungbindin sín. En það varð samt þá sem konur fengu að vera aðeins meira en bara sætar. Og já, það var líka þá sem konur fóru að vera allsberar við minnsta tilefni. Karlmenn voru bara allsberir ef að það þurfti. Æji, konur eru svo lausgirtar.

Svo var það Grease tímabilið. Í þeirri mynd er Sandy ( Olavia Newton-John) svona soldið vitlaus, saklaus, sæt og góð. Og Danny ( John Travolta) bara töffari. Og til að þau gætu náð saman þá varð Sandy að breyta sér. Hún varð að verða meiri pæja til að geta átt svona flottan töffara. Þarna  í millitíðinni voru svo skilaboð um að það væri ekki gott að vera lauslátur. Allavegana ekki ef þú ert stelpa. En að sjálfsögðu í lagi fyrir stráka. Strákarnir gerðu við bíla og fóru í kapp á meðan stelpurnar voru að reykja og í náttfatapartýum. Já, það voru líka skilaboð um að hætta ekki í skóla en það voru bara skilaboð fyrir stelpur (Beauty school drop out). Enda mega stelpur ekki gleyma því að vera sætar.

DISCO. Saturday Night Fever. Ég man þann dag. Þá bara allt í einu mátti allt. Stelpur máttu og strákar máttu. Vá! hvað það var mikið frelsi. Eða var það ekki? En  það er samt soldið skrítið að í tísku var svona stelpu-strákar. En sko stráka-stelpur. Strákarnir voru soldið vitlausir og stelpurnar svo agalega ráðagóðar.

Bobby C.: I have a friend. He's a very good friend, and he got a girl pregnant. And I wanted to know: if you had to make a choice between getting an abortion and having to get married, what would you do?
Stephanie: Well, who would I have to marry?
Bobby C.: You'd have to marry me.
Stephanie: I think I'd get an abortion.“ S-N-F.

Þessar samræður hefðu verið alveg gjörsamlega stranglega bannaðar í tíð móður minnar. En þarna voru stelpur farnar að sýna sjálfstæði.When Harry met Sally. Hann sagði henni að stelpur og strákar gætu aldrei verið vinir. Hún sagði honum að allar konur gerðu sér upp fullnægingu. En þau enda samt á að vera kærustupar.

Harry Burns: There are two kinds of women: high maintenance and low maintenance.
Sally Albright: Which one am I?
Harry Burns: You're the worst kind; you're high maintenance but you think you're low maintenance.
Sally Albright: I don't see that.
Harry Burns: You don't see that? Waiter, I'll begin with a house salad, but I don't want the regular dressing. I'll have the balsamic vinegar and oil, but on the side. And then the salmon with the mustard sauce, but I want the mustard sauce on the side. "On the side" is a very big thing for you.
Sally Albright: Well, I just want it the way I want it.
Harry Burns: I know; high maintenance“.

Svo er það sena þar sem vinir þeirra rífast og að sjálfsögðu er það út af því að hún er svo frek en hann svo ákveðin. Sýnd sena þar sem Harry talar við vin sinn og Sally talar við vinkonu sína í síma á sama tíma... og það er akkúrat svona hún sagði/hann sagði. Tvö ólík sjónarhorn á sama hlutnum. Harry þessi sterki og Sally svona líka agalega taugabiluð.

Silence of the Lambs. Vá! hvað Clarise var flott. Hún er gáfuð og... bíddu hún er svona stráka-stelpa. Jæja, hún reddaði sér. En samt sem áður nær vondi kallinn að snúa á hana. Kannski var það bara til að gera framhaldsmynd. Ég veit það ekki. Karlmaðurinn snéri allavegana á litlu sætu Clarise sem er samt svo klár.

Legally Blond. Guð minn góður. Af hverju eru stelpur að horfa á þessa vitleysu?  Þegar hér er komið sögu hefur verulega farið að halla undan fæti eða þá að ég er orðin gömul...  En hvort að karlar eru að útrýma konum eða konur eru að gera það sjálfar... ég bara veit það ekki.

Ég er bara kona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband